Unnur Dóra til liðs við Þrótt
Unnur Dóra Bergsdóttir fyrirliði Selfoss síðustu ára hefur skrifað undir 3 ára samning um að leika með Þrótti í Bestu deild kvenna. Unnur Dóra hefur verið í lykilhlutverki á Selfossi síðustu árin og hefur leikið allan sinn feril með félaginu.