
Flugeldasala Þróttar – styðjum félagið saman
Flugeldasala Þróttar er nú hafin og hvetjum við Þróttara, velunnara og alla sem vilja styðja félagið til að versla flugeldana hjá Þrótti fyrir áramótin. Með flugeldasölunni gefst mikilvægt tækifæri til að leggja félaginu lið og styrkja áframhaldandi starf og uppbyggingu.








