Æfingatafla í handbolta – æfingar hefjast mánudaginn 7.september

Ný æfingataflan í handbolta hjá Þrótti fyrir haustið 2020 hefur verið birt og er að finna hér

Æfingar í handboltanum hefjast mánudaginn 7.september skv. töflu.

Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að skrá viðkomandi iðkanda þannig að hægt verði að sjá nokkurn veginn fjölda í hverjum aldursflokki, óþarfi er að ganga frá greiðslu strax og ef viðkomandi iðkandi hefur ekki áhuga á að halda áfram verður ekkert mál að afskrá þann hinn sama. 

 Þeir iðkendur sem jafnframt eru í annað hvort í knattspyrnu eða blaki hjá Þrótti fá 50% afslátt af æfingagjöldum handboltans.

Minnt á að frístundarútan byrjaði að ganga í dag en iðkendur í handbolta nýta ekki rútuna fyrr en í næstu viku og eru upplýsingar um rútuna jafnframt hér 

 Ef frekari upplýsinga er óskað þá vinsamlegast hafið samband við íþróttastjóri Þróttar á póstfanginu thorir@trottur.is