Tyler Brown til liðs við Þrótt

Enski varnarmaðurinn Tyler Brown hefur gengið til liðs við Lengjudeildarlið Þróttar og mun leika með liðinu út yfirstandandi keppnistímabil.  Tyler er 22 ára gamall og kemur til Þróttar frá Crystal Palace en hann gekk til liðs við U23 lið Palace árið 2017 þegar Frank De Boer var stjóri liðsins.  Leikmaðurinn er kominn með leikheimild með Þrótti og er tilbúinn í þá baráttu sem framundan er í Lengjudeildinni.  Við bjóðum Tyler Brown velkominn í Dalinn, í hjartað í Reykjavík.  Lifi….! ?