Sumarskólinn 2022

Opnað hefur fyrir skráningar í sumarskóla Þróttar.

Í boði eru vikunámskeið fyrir hádegi eða allan daginn fyrir börn fædd á árunum 2012-2015 (þ.e. 7. fl og
6. fl). Knattspyrnan er í aðalhlutverki frá 09:00-12:00 og kennsla fer fram eftir hugmyndafræði félagsins
um þjálfun barna og ungmenna. Eftir hádegi, eða frá kl. 13:00 – 15:00 verður lögð meiri áhersla á
fjölbreytni, farið í heimsóknir og aðrar íþróttir kynntar. Hver vika endar með grill- og ísveislu.
Gæsla frá kl. 8–9 að kostnaðarlausu fyrir þátttakendur í Þróttarheimilinu.

Námskeið 1 13. júní – 16. júní (4 dagar, frí 17. júní – lægra gjald)
Námskeið 2 20. júní – 24. júní
Námskeið 3 27. júní – 1. júlí
Námskeið 4 4. júlí – 8. júlí
Námskeið 5 11. júlí – 15. júlí
Námskeið 6 2. ágúst – 5. ágúst (4 dagar v. verslunarmannahelgi – lægra gjald)
Námskeið 7 8. ágúst – 12. ágúst
Námskeið 8 15. ágúst – 19. ágúst

Frekari upplýsingar

Skráning í knattspyrnuskólann fer fram á Sportabler https://www.sportabler.com/shop/trottur/sumarskoli

Nauðsynlegt er að nýskrá sig inn í kerfið til að geta bókað á námskeiðið. Nánari upplýsingar fást á netfanginu thorir@trottur.is eða í síma 580-5902.