Jelena Tinna Kujundzic nær 100 leikjum

Jelena ásamt formanni knd. við upphaf leiks Þróttar gegn Þór/KA 18. maí. 2022

Jelena Tinna Kujundzic, miðvörður Þróttar og u19 ára landsliðs Íslands, náði 14. maí í leik gegn Vestmannaeyingum í Vestamanneyjum þeim áfanga að leika 100 mótsleiki fyrir meistaraflokk kvenna í Þrótti. Jelena er fædd 2003 og byrjaði snemma að leika fyrir félagið eins og sjá má og hún hefur einnig leikið landsleiki fyrir u19 og u17 ára landslið Íslands. Þróttarar óska Jelenu til hamingju með áfangann og vonast eftir að njóta krafta hennar sem lengst.

Mynd: Jelena ásamt formanni knd. við upphaf leiks Þróttar gegn Þór/KA 18. maí. 2022