Celsius mótaröðin í blaki

Blak Celcius mót

Þróttur hélt fyrsta stigamót sumarsins í strandblaki í Celsius mótaröðinni nú síðustu helgi.

Leikið var á samtals 4 völlum í Laugardal og Árbæ frá föstudegi til sunnudagskvölds.

Skráð lið voru um 50 talsins og leiknir í kringum 140 leikir í þremur deildum karla, kvenna og einnig var einn unglingaflokkur.  Sigurvegarar í 1.deild karla voru Damian Moszyk og Austris Bukovskis, í 1. deild kvenna voru það Velina Apostolova og María Rún Karlsdóttir sem unnu. 

Ljósmynd: https://www.facebook.com/a2ela og þar má sjá fleiri myndir frá mótinu.