Þjálfararáðningar í blaki

Þróttur hefur skrifað undir áframhaldandi þjálfarasamning með Lesly Pina sem þjálfari meistaraflokks kvenna í blaki veturinn 2022-2023. Einnig mun Lesly halda áfram að þjálfa lið í neðri deildum kvenna og hluta af yngri flokka hópum félagsins. Þjálfarateymið fær síðan enn meiri styrk inn í næsta vetur þar sem Gonzalo Garcia Rodriguez mun þjálfa hópana með Lesly.

Gonzalo var valinn þjálfari úrvalsliðs fyrri hluta síðasta tímabils og hefur gríðarlega mikla reynslu í þjálfun bæði hérlendis og erlendis svo sem á Spáni og í Perú.  Þjálfarar hafa þegar byrjað að vinna að nýju skipulagi til uppbyggingarstarfs deildarinnar og stefna hátt með liðið.

Forsvarsmenn blakdeildarinnar eru gríðarlega ánægðir með þjálfarateymið og sýna þau mikinn metnað fyrir uppbyggingu blakdeildarinnar. Blakdeildin hlakkar til komandi veturs og bjóðum við Gonzalo Garcia velkominn til Þróttar. 

Gonzalo Garcia Rodriguez