Íris Dögg Gunnarsdóttir markvörður Þróttar og íþróttamaður Þróttar á síðasta ári, hefur verið kölluð inn í landsliðshóp kvenna á EM, eftir að tveir af markvörðum liðsins hafa meiðst. Íris er stödd í Slóveníu í æfingaferð með mfl. kvenna og heldur til Englands í dag, en nær því miður ekki leiknum gegn ítalíu síðdegis. Hún verður hins vegar til til taks þegar Ísland mætir Frakklandi í lokaleik riðilsins. Við Þróttarar óskum Írisi til hamingju með þetta, sannarlega verðskuldað!