Ernest Slupski til liðs við Þrótt

Ernest Slupski er genginn til liðs við Þrótt og mun leika með liðinu það sem eftir lifir tímabils. Ernest er ungur Pólverji, eldsnöggur kantmaður og býr að ágætri reynslu úr neðri deildum í Póllandi. Honum er ætlað að auka breidd í sóknarleiknum í harðri samkeppni um efstu sæti 2. deildar. Ernest hefur æft með liðinu undanfarnar vikur og er kominn með leikheimild.