Handboltinn í Þrótti

Þróttur auglýsir eftir öflugum foreldrum og félagsmönnum til að taka utan um handboltastarf félagsins og byggja upp starfið og styrkja. Spennandi tímar eru framundan með opnun Laugardalshallar að nýju og skapast mörg tækifæri því tengdu að efla þessa skemmtilegu íþrótt innan félagsins. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Maríu framkvæmdastjóra á netfangið maria@trottur.is