Vaskar stelpur og strákar í þriðja og fjórða flokki Þróttar héldu í síðustu viku í keppnisferð til Osló.
Þar kepptu þau á Norway Cup mótinu sem er stærsta fótboltamót í heiminum fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-19 ára.
Þróttarar fylltu 12 lið sem samanstóð af 159 iðkendum og með þeim fóru 15 fararstjórar og 9 þjálfarar.
Frábær liðsandi, leikgleði og einstakur baráttuvilji hefur einkennt hópinn á meðan mótinu stendur og hefur árangurinn ekki látið á sér standa.
Spilaðir voru 56 leikir, 35 sigrar, 172 mörk skoruð, öll lið komust upp úr riðlunum sínum þar sem níu lið komust í A úrslit og þrjú lið komust í B úrslit. Tvö lið náðu alla leið í 8 liða úrslit.
Frábær árangur á sterku og flottu móti hjá Þrótturum sem eiga framtíðina fyrir sér.
Framtíðin er björt hjá Þrótti.
Ljósmyndari: Jón Margeir