Hallur Hallsson ráðinn íþróttafulltrúi

Hallur Hallsson hefur verið ráðinn íþróttafulltrúi Þróttar. Hann hefur mikinn metnað fyrir hönd félagsins og mun vera í lykilhlutverki í uppbyggingu barna- og unglingastarfs allra deilda félagsins.

Hallur er með BSc í íþróttafræði frá Háskóla Reykjavíkur auk þess sem hann er með sveinspróf í pípulögnum. Hann spilaði knattspyrnu upp alla yngri flokka félagins og var fyrirliði meistaraflokks. Hann spilaði alls 463 meistaraflokksleiki og er lang leikjahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Hann var kjörinn Íþróttamaður Þróttar 2008 og hefur hlotið silfurmerki félagsins. Undanfarin ár hefur hann verið þjálfari 4. flokks drengja og verður þjálfari 2. flokks kvenna á komandi tímabili. Hallur hefur alla tíð verið öflugur í sjálfboðaliðastarfi félagsins, síðustu ár sem dómarastjóri á Vormótinu.

Hallur er kvæntur Aldísi Guðbrandsdóttur kennara og eiga þau 3 börn.

Hallur mun hefja störf 1. desember.