Jamie og Angelos endurnýja samninga

Þeir Jamie Brassington markmannsþjálfari og Angelos Barmpas styrktarþjálfari hafa endurnýjað samninga sína við Þrótt en mikil ánægja hefur verið með störf þeirra í félaginu. Þeir félagar sinna markmanns- og styrktarþjálfun meistaraflokka félagsins og sinna einnig ungum og efnilegum leikmönnum. Jamie hefur verið hjá Þrótti í þó nokkur ár og hann sinnir nú einnig markmannsþjálfun fyrir sum yngri landsliða KSÍ. Angelos kom til félagsins fyrir tæpu ári frá Malmö í Svíþjóð og hefur fært alla styrktarþjálfun félagsins til mun betri vegar.