Skemmtimót Þróttar

Það verður stutt skemmtimót hjá okkur í frábæru veðri í haustsólinni núna á fimmtudag kl. 17. Hin góðkunna Steinunn Garðarsdóttir stýrir mótinu sem tryggir frábært veður.

Staður og stund: Tennisvellir Þróttar í Laugardalnum fimmtudaginn 15. sept. kl 17-20

Spilaður verður stuttur tvíliðaleikur og skipt oft um félaga og mótspilara. Fjöldi unnina lota er lagður saman í lokinn. Þátttaka er ókeypir og allir velkomnir.

Vinsamlegast látið vita um þátttöku hjá Steinunni Garðars steinunngard@gmail.com eða Braga Hilmars bragihauksson@gmail.com.