Aðalfundur knattspyrnudeildar Knattspyrnufélagsins Þróttar verður haldinn 19. október næstkomandi í félagsheimilinu að Engjavegi 7 kl. 18:00. Dagskrá aðalfundar er samkvæmt samþykktum félagsins:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Formaður knattspyrnudeildardeildar flytur skýrslu liðins starfsárs og gjaldkeri skýrir reikninga deildarinnar.
- Kosning deildarstjórnar. Fyrst skal kosinn formaður. Að því loknu fer fram kosning til stjórnar. Nýkjörinn formaður getur óskað eftir því við aðalfund, að fram fari listakosning til stjórnar. Ef aðeins einn listi berst teljast þeir aðilar sjálfkjörnir.
Allir skuldlausir félagsmenn, 18 ára og eldri, sem skráðir hafa verið í félagatal a.m.k. tveimur vikum fyrir aðalfund, eru kjörgengir til stjórnarstarfa og hafa tillögu- og atkvæðisrétt á aðalfundi deildarinnar. Hægt er að ganga frá greiðslu félagsgjalds á vefnum á slóðinni https://www.sportabler.com/shop/trottur/almennt/.