Íris Dögg skrifar undir

Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður okkar og Íþróttamaður Þróttar árið 2021, hefur skrifað undir nýjan árs samning við félagið og verður því áfram á milli stanganna hjá kvennaliðinu okkar næsta sumar. Íris hefur staðið sig einstaklega vel eftir að hún gekk til liðs við Þrótt og fékk að launum verðskuldað sæti í A-landsliðinu á EM síðastliðið sumar.