Katie Cousins aftur í Þrótt

Katie Cousins hefur skrifað undir nýjan samning við félagið um að leika með Þrótti á komandi tímabili. Það er óþarfi að fara mörgum orðum um Katie, hún var valinn besti leikmaður Þróttar sumarið 2021 og átti stóran þátt í velgengni liðsins það sumar auk þess að vera einn besti leikmaður Íslandsmótsins. Katie hefur frá því hún dvaldi á Íslandi, leikið  með liðinu Angel City í Los Angeles í Bandarísku NWSL deildinni en er laus allra mála þar og verður kominn til Íslands um miðjan febrúar.