Jelena semur til 2ja ára

Jelena Tinnu Kujundzic hefur framlengt sinn samning um 2 ár. Jelena hefur leikið með Þrótti frá upphafi síns ferils og þrátt fyrir ungan aldur hefur hún þegar leikið yfir 100 leiki fyrir félagið og átt drjúgan þátt í velgengni meistaraflokks kvenna undangengin ár. Að auki á hún að baki leiki með yngri landsliðum Íslands þar sem hún hefur verið fastamaður undanfarin ár.