Sæunn Björnsdóttir framlengir samningi sínum

Sæunn Björnsdóttir hefur framlengt samning sinn við félagið um eitt ár. Sæunn var áður lánsmaður frá Haukum en gengur nú til liðs við Þrótt eftir velheppnaða dvöl á síðasta sumri. Hún hefur mikla og góða reynslu, á að baki yfir 170 leiki í meistarflokki, þar af rúmlega 50 í efstu deild auk þess að hafa leikið landsleiki fyrir u19 ára landslið Íslands.