Ingunn Haralds í Laugardalinn

Ingunn Haraldsdóttir hefur skrifað undir 2ja ára samning um að leika með félaginu í Bestu deild kvenna. Ingunn er þaulreyndur varnarmaður, hún lék síðast með PAOK á Grikklandi en hefur stærstan hluta síns ferils í meistaraflokki leikið með KR þar sem hún var fyrirliði liðsins. Ingunn hefur leikið yfir 180 leiki í öllum keppnum og á að baki rúmlega 30 leiki með unglingalandsliðum Íslands.