Frumkvöðlar í kvennaknattspyrnu

Í ár eru 50 ár liðin frá því að fyrst var leikið á Íslandsmótinu í knattspyrnu kvenna. Þróttur var meðal frumherja í efstu deild, en fyrsta liðið sem Þróttur sendi til leiks, var að stofni til 2. flokkur stúlkna í handbolta í Þrótti. Þjálfari var Helgi Þorvaldsson.

Af því tilefni voru leikmenn fyrsta meistaraflokks Þróttar sérstakir heiðursgestir á samkomu, sem haldin var á síðast liðin sunnudag, þegar tilkynnt var um val á Íþróttamanni Þróttar.

Leikmenn þessa fyrsta meistaraflokks kvenna hjá Þrótti árið 1972 voru:

  • Katrín Kristjánsdóttir
  • Guðrún Marinósdóttir
  • Bryndís Hauksdóttir
  • Hólmfríður Gunnlaugsdóttir
  • Sigurlín Óskarsdóttir
  • Ástríður Harðardóttir
  • Kristín Eyjólfsdóttir
  • Hildur Magnúsdóttir
  • Unnur Sæmundsdóttir
  • Baldey Pétursdóttir
  • Ágústa Sigurðardóttir
  • Jóna Thors
  • Ragnheiður K. Níelsen
  • Elín Markúsdóttir
  • Rósa M. Gunnarsdóttir
  • Margrét Guðmundsdóttir
  • Elísabet Þórarinsdóttur
  • Erla Svavarsdóttir (lést árið 2021)