Njörður Þórhallsson snýr heim í Þrótt

Njörður Þórhallsson hefur skrifað undir 2ja ára samning um að leika með Þrótti. Njörður er uppalinn Þróttari, lék með félaginu í gegnum alla yngri flokkana en hefur á undanförnum árum leikið með KV, nú síðast í Lengjudeild þar sem hann var fyrirliði liðsins. Njörður á að baki yfir 180 leiki í öllum deildum, hann hefur mikla reynslu og verður góð viðbót við leikmannahóp Þróttar. Hann hefur æft með liðinu frá því snemma í haust og staðið sig vel bæði á æfingum og í leikjum. Njörður hefur sinnt þjálfun yngri flokka í félaginu af miklum áhuga og löngu orðið tímabært að hann komi aftur til liðs við félagið sem leikmaður. Bjóðum hann velkominn.