Ár hvert er Þróttari ársins valinn úr röðum félagsmanna. Við valið er litið til þess að viðkomandi sé góð fyrirmynd og hafi gefið af sér í sjálfboðaliðastörfum fyrir félagið á árinu sem er að líða. Ásmundur Helgason hlýtur titilinn í ár.
Ásmundur er uppalinn í Glaðheimum því mikla Þróttarahverfi og hefur verið öflugur stuðningsmaður Þróttar alla tíð. Persóna hans og andlit er nátengt félaginu úti í samfélaginu og má segja að jákvæði hans og brosmildi endurspegli svolítið félagið. Ásmundur hefur setið í stjórnum félagsins og er mikilvægur sendiherra félagsins. Auk trúnaðarstarfa hefur Ásmundur verið mikilvægur þátttakandi í fjáröflun félagsins í gegnum Kaupfélagið þar með talið skipulagningu á Sveitaballinu sem uppselt var á fyrr á þessu ári. Á knattspyrnuferli sínum spilaði Ásmundur 109 leiki fyrir m.fl. Þróttar og hefur hlotið Silfur- og Gull merki Þróttar, silfurmerki KRR og silfurmerki KSÍ.
Til hamingju Ási!