Ágúst Karel Magnússon fyrrverandi leikmaður Ægis í Þorlákshöfn hefur skrifað undir 2ja ára samning um að leika með Þrótti. Ágúst er fæddur árið 2000, hann á að baki um 50 leiki í neðri deildum, þar af 21 leik með Ægi síðastliðið sumar þar sem hann skoraði 5 mörk. Ágúst er kantmaður að upplagi, eldfljótur, beinskeyttur og marksækinn. Ágúst er uppalinn í Víkingi en hefur nú ákveðið að taka slaginn með Þrótti í Lengjudeildinni og verður mikilvæg viðbót í okkar leikmannahóp á komandi sumri. Bjóðum Ágúst Karel velkominn í Þrótt.