Izaro Abella Sanchez framlengir við Þrótt

Izaro Abllea Sanchez

Izaro Abella Sanchez hefur framlengt samning sinn við Þrótt til loka tímabilsins 2023. Izaro sem er eldsnöggur og lipur kantmaður, gekk til liðs við Þrótt fyrir tímabilið 2022 og stóð sig vel í 2. deildinni síðastliðið sumar. Hann er alinn upp í Baskahéruðum Spánar og lék m.a. með Athletico Bilbao en á Íslandi hefur hann áður leikið með Þór Akureyri og Leikni Fáskrúðsfirði. Izaro hefur leikið tæpa 100 leiki á Íslandi og skorað í þeim 27 mörk.  Bjóðum Izaro áfram velkominn.