Jörgen Pettersen í Þrótt

Jörgen Pettersen hefur skrifað undir samning við Þrótt um að leika með félaginu á komandi tímabili. Jörgen er frá Noregi en hefur einnig leikið í Bandaríkjunum, Hann kemur til Þróttar frá ÍR þar sem hann hefur leikið undanfarin sumur þannig að eftir hefur verið tekið. Jörgen er 25 ára, mjög öflugur miðjumaður en getur leikið fleiri stöður. Hann hefur fína reynslu, mikinn kraft og styrk og mun nýtast Þrótti vel og breikka leikmannahópinn til muna. Bjóðum Jörgen velkominn í Þrótt.