Íþróttafélögin í Laugardal Þróttur og Ármann hafa tekið þá sögulegu ákvörðun á að halda sameiginlega Þorrablót Laugardalsins. Þorrablótið verður haldið 18. febrúar næstkomandi í Þróttarheimilinu. Þorrablótið er skýrt merki aukins samstarfs milli félaganna í þjónustu við íbúa Laugardalsins. Eingöngu verða seldir 150 miðar á blótið á þessu ári en markmið félaganna er að halda enn stærra Þorrablót á árinu 2024. Miðasala hefst í hádeginu föstudaginn 27. janúar á heimasíðu Þróttar www.trottur.is en þá verður hægt að kaupa þá 10 manna borð á 99.000 kr. eða 9.900 kr. pr/miða.
Miðaverð fyrir stakan miða á Þorrablótinu sjálfu verður 11.900 kr. en mælt er með að tryggja sér miða snemma því stemmninginn í Laugardal er slík að án efa verður uppselt á þetta fyrsta sameiginlega Þorrablót félaganna.