Margrét Edda Lian Bjarnadóttir í Þrótt

Margrét Edda Lian Bjarnadóttir hefur skrifað undir samning um að leika með liði Þróttar í Bestu deild kvenna í sumar. Margrét kemur til Þróttar frá KR en hún hefur leikið allan sinn feril í Vesturbænum, ýmist undir merkjum KR eða Gróttu/KR. Margrét, sem er fædd 2002, er mjög lipur leikmaður sem leikið getur ýmsar stöður á vellinum, hún hefur leikið tæpa 60 mótsleiki í það heila, þar af 9 í efstu deild og verður góð viðbót við öflugan leikmannahóp okkar Þróttara. Bjóðum Margréti velkomna í Þrótt.