Viktor, Liam og Hlynur skrifa undir við Þrótt

Þeir Viktor Steinarsson (2004) Liam Daði Jeffs (2006) og Hlynur Þórhallsson (2005), hafa allir skrifað undir langtímasamninga við Þrótt á síðustu vikum. Þetta eru lykilmenn í frísku liði 2. flokks um þessar mundir og eiga án efa eftir að banka hressilega á dyr meistaraflokksins á þessu ári og þeim næstu. Byggjum upp áfram. #lifi