Ragnheiður framlengir við Þrótt

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, ein af fjölmörgum efnilegum ungum knattspyrnukonum í Þrótti, hefur skrifað undir nýjan 3ja ára samning við félagið. Ragnheiður sem er fædd 2005 og hefur undanfarin ár verið viðloðandi meistaraflokk félagsins, lék sinn sinn fyrsta leik á Íslandsmóti í efstu deild sumarið 2021. Síðastliðið sumar var hún á láni hjá Fylki á seinni hluta tímabilsins og stóð sig vel.  Í sumar mun Ragnheiður leika með KR í Lengjudeildinni og afla sér mikilvægrar reynslu áður en hún snýr aftur heim í haust.