7 leikmenn mfl. kvenna í landsliðsverkefni

Alls taka 7 leikmenn mfl. kvenna þátt í landsliðsverkefnum í byrjun næsta mánaðar. Í A-landslið kvenna hafa í dag verið valdar þær Íris Dögg Gunnarsdóttir og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir en liðið leikur vináttuleiki gegn Nýja Sjálandi og Sviss í byrjun næsta mánaðar. Í u23 ára liðið sem leikur tvo leiki við Dani 6. og 9. apríl. voru þær valdar Sóley María Steinarsdóttir, Álfhildur Rósa Kjartansdóttir og Jelena Tinna Kujundsic og í u19 ára liðið mæta fyrir okkar hönd þær Freyja Karín Þorvarðardóttir og Katla Tryggvadóttir en þetta landslið tekur þátt í milliriðli undankeppni EM sem leikin verður í Danmörku 5. – 11. apríl. Það verður sumsé heldur fámennt á æfingum í mfl. kvenna fyrstu vikurnar í apríl! Óskum öllum okkar leikmönnum til hamingju með þetta og vitum að þær verða okkur allar til sóma. #lifi