7 ungir Þróttar í unglingalandsliðum

Þjálfarar landsliða skipuð leikmönnum u15 og u16 ára stúlka hafa tilkynnt um val á hópum til æfinga á næstunni og Þróttarar eiga þar fjölda fulltrúa að venju. U16 ára liðið er að undirbúa sig fyrir UEFA Development Tournament í Wales 10.-16. apríl. Okkar fulltrúar þar eru Brynja Rán Knudsen og Hafdís Hafsteinsdóttir. Í úrtakshópi fyrir u15 ára liðið eru hvorki fleiri né færri en fimm leikmenn frá Þrótti, þær Camilly Kristal Silva Da Rocha, Hekla Dögg Ingvarsdóttir, Ninna Björk Þorsteinsdóttir, Steinunn Lára Ingvarsdóttir og Þórdís Nanna Ágústsdóttir. Glæsilegur árangur þessara efnilegu stúlkna. #lifi