Tennisdeild Þróttar efndi til tennismóts laugardaginn 12. ágúst til minningar um Braga Leif Hauksson sem lést fyrr á árinu. Hann var liðsmaður og drifkraftur deildarinnar s.l. aldarfjórðung. Þátttaka var góð. Yfir 20 keppendur á öllum aldri úr öllum tennisfélögunum og vinahóp Braga mættu til leiks í Laugardalinn. Meðal þeirra voru Garima Íslandsmeistari kvenna og Ryia systir hennar.
Mótsstjórinn Steinunn Garðarsdóttir hafði einnig skipulagt mótið og undirbúið með dyggri aðstoð Guðnýjar Eiríksdóttur. Tennissamband Íslands veitti rausnarlegan styrk til mótshaldsins sem og Tennishöllin í Kópavogi og félagsmenn sem undirbjuggu veitingar og sáu um framreiðslu þeirra.
Mótið var skemmtimót þar sem allir kepptu við alla í tvíliðaleik óháð aldri og getu. Voru ekki veitt verðlaun með hefðbundnum hætti en þeim sem unnu flestar og fæstar lotur voru sæmdir með ýmsum hætti.
Mótið heiðruðu með nærveru sinni móðir Braga, skyldmenni og vinir og er þeim sérstaklega þakkað það sem og fyrrum forseta Tennissambands Íslands. Meðal gesta og keppenda voru einnig nokkrir þeirra sem tóku virkan þátt í stofnun tennisdeildar Þróttar og störfuðu fyrir hana á upphafsárunum og léku þá á tennisvöllunum við Sæviðarsund.
Mótið fór fram í einstöku blíðvirði og lék mildur blær og sólargeislar um vanga keppenda og gesta. Falleg stund til minningar um góðan félaga.
Fleiri myndir af mótinu er að finna á Facebook síðu Tennisdeildar Þróttar.