Æfingatafla yngri flokka í fótbolta veturinn 2023-2024

Æfingataflan yngri flokka í fótbolta er klár fyrir veturinn 2023-2024. Þessi tafla er gerð með bestu vitund og nýjustu forsendum og upplýsingum sem liggja fyrir. Ekki er útilokað að hún breytist og er hér með gerður fyrirvari þar um.

Skráningar fyrir haustönn koma inn á Sportabler á allra næstu dögum. Flokkaskipti fara svo fram 4. september næstkomandi að undanskildum 2. og 3. flokk en þessir flokkar eiga eftir að klára leiki í Íslandsmóti og flokkaskipti munu fara fram að móti loknu, mánaðarmótin september/október. Nánari upplýsingar um fyrirkomulagið verða send á foreldra viðkomandi iðkenda.