Íþróttaskóli fyrir þau yngstu

Laugardaginn 16. september hefst íþróttaskóli Þróttar aftur. Opnað hefur verið fyrir skráningar á Sportabler.

Námskeiðið er ætlað fyrir þau allra yngstu eða börn fædd 2018-2023 og er haldið í íþróttahúsi ÍFR í Hátúni 14 á laugardagsmorgnum. Áherslu er lögð á að auka skyn- og hreyfiþroska barnanna í gegnum leik. Kennarar á námskeiðinu verða þær Sunna Rut Ragnarsdóttir og Hallveig Ólafsdóttir.

Sunna Rut er íþróttafræðingur og vinnur á Landspítalanum. Hún hefur þjálfað hjá þrótti síðan 2006 og stýrði íþróttaskólanum 2015-2017. Einnig þjálfara hún hjá „Ekki gefast upp“. Hallveig snýr nú aftur sem þjálfari hjá félaginu. Þær eru svo einnig báðar fyrrverandi leikmenn félagsins.

Skráning á námskeiði fer fram í gegnum Sportabler:

https://www.sportabler.com/shop/trottur/ithrottaskoli