Kári Kristjánsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Þrótt og verður því hjá félaginu út tímabilið á árinu 2026. Kári er 19 ára en hefur leikið með meistaraflokki karla undanfarin þrjú ár og á að baki fast að 70 keppnisleiki með félaginu. Kári er gegnheill Þróttari, hefur leikið með Þrótti frá 5 ára aldri og verið fyrirliði í öllum yngri flokkum félagsins. Hann einn af mörgum efnilegum leikmönnum sem Þróttur hyggst byggja á til framtíðar, frábær miðjumaður sem á eftir að láta mikið að sér kveða á næstu árum. #lifi
Kári Kristjánsson skrifar undir nýjan samning við Þrótt!
![Kári Kristjánsson](https://trottur.is/wp-content/uploads/2023/10/Kari-Kristjansson-915x647.png)