Freyja Karín Þorvarðardóttir hefur skrifað undir nýjan 2ja ára samning um að leika með Þrótti í Bestu deild kvenna. Freyja er fædd 2004, hún hefur leikið 40 leiki með Þrótti í efstu deild og skorað 9 mörk en hún kom til Þróttar frá FHL á Austurlandi þar sem hún skoraði 18 mörk í 12 leikjum sumarið 2021. Í heild hefur hún gert 60 mörk í 93 opinberum keppnisleikjum á meistaraflokksferlinum. Freyja hefur verið fastamaður í yngri landsliðum undanfarin ár og hefur leikið 14 leiki fyrir u19 ára landslið kvenna og 2 fyrir u18 liðið. Freyja er metnaðarfullur leikmaður, hún átti fínt tímabil með Þrótti í sumar og á eftir að halda áfram að bæta sig dag frá degi.