Á dögunum rituðu fjórir ungir leikmenn undir nýja samninga við Þrótt, allir bráðefnilegir leikmenn sem miklar vonir eru bundnar við. Þetta eru frá vinstri, þeir Birgir Halldórsson (2005), Kolbeinn Nói Guðbergsson (2007), Eiður Jack Erlingsso (2005) og Örn Bragi Hinriksson (2007), Birgir er eldsnöggur og lipur kantmaður, Kolbeinn Nói varnarjaxl sem verið hefur í yngri landsliðum, Eiður Jack er framliggjandi miðjumaður sem þegar er kominn í hóp í meistaraflokki og Örn Bragi lipur og útsjónarsamur miðjumaður. Þessir fjórir bætast í hóp margra ungra leikmanna Þróttar sem munu mynda framtíðarlið félagsins innan fárra ára.