Bókin Íslensk knattspyrna 2023

Íslensk knattspyrna 2023

Bókin Íslensk knattspyrna 2023 er komin út í 43. skiptið í röð en hún hefur komið út samfleytt frá árinu 1981. Sögur Útgáfa gefa út bókina sem er 288 blaðsíður í stóru broti og skreytt með um 400 myndum af leikmönnum og liðum. Víðir Sigurðsson er höfundur bókarinnar en hann hefur skrifað bækurnar samfleytt frá árinu 1982.

Í bókinni er sagt ítarlega frá Íslandsmótunum 2023 í öllum deildum karla og kvenna, þar sem hverri umferð fyrir sig í efri deildum eru gerð góð skil. Sagt er frá keppni í yngri og eldri flokkum, bikarkeppninni, Evrópuleikjunum og vetrarmótunum. Þá er ítarlega fjallað um alla landsleiki ársins og einnig sérstaklega um íslenska knattspyrnufólkið sem leikur erlendis.

Í bókinni er ítarleg tölfræði um leikmenn og lið, sjá má liðsskipan allra liða í öllum deildum í meistaraflokkum karla og kvenna, leikjafjölda leikmanna í efri deildum, leikjahæstu karla og konur, marka- og leikjahæstu karla og konur í deildakeppni hér og erlendis ásamt mörgu fleiru.

Viðtöl í bókinni eru við Ingvar Jónsson, markvörð Íslands- og bikarmeistara Víkings, Elísu Viðarsdóttur, fyrirliða Íslandsmeistara Vals, og Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann KSÍ.

Bókin fæst í bókaverslunum Eymundsson um allt land, einnig í búðum Forlagsins og hjá Sölku á Hverfisgötu. Einnig er hægt að panta hana, ásamt eldri bókum, hjá Sögur Útgáfa, pontun@sogurutgafa.is eða 557 3100.