María Eva framlengir við Þrótt

María Eva Eyjólfsdóttir

María Eva Eyjólfsdóttir hefur framlengt samning sinn við Þrótt um eitt á rog mun því leika með okkur í Bestu deildinni sumarið 2024. María hefur leikið með Þrótti tvö undanfarin tímabil og vakið athygli fyrir mikla baráttu, dugnað og afburða varnarleik í stöðu hægri bakvarðar. María er reynslumikill leikmaður, hún hefur leikið yfir 230 leiki í meistaraflokki, þar af 124 í efstu deild og á að auki að baki leiki með unglingalandsliðum. Ástæða til að fagna þessu.