Mollee Swift til Þróttar

Mollee Swift

Bandarískir markvörðurinn Mollee Swift mun verja mark Þróttar í Bestu deild kvenna næstu 2 árin. Mollee skrifaði nýverið undir samning þess efnis við félagið. Mollee er uppalinn í Nebraska, fædd árið 2001, hún lék með sterku liði Louisiana State háskólans í bandaríska háskólafótboltanum og á að baki fjögur glæsileg ár með skólanum sem aðalmarkvörður og fyrirliði liðsins um hríð. Á háskólaferli sínum setti hún hvert metið á fætur öðru í marki LSU skólans. Mollee mun styrkja lið Þróttar fyrir átökin í Bestu deildinni á þessu ári og binda Þróttarar miklar vonir við hana. Mollee er væntanlega til landsins innan skamms og verður klár í slaginn snemma í febrúar.