Sæunn framlengir við Þrótt

Sæunn Björnsdóttir

Sæunn Björnsdóttir hefur skrifað undir nýjan 2ja ára samning við Þrótt og verður því með okkur í Bestu deildinni næstu tvö tímabil. Sæunn er á sínu þriðja tímabili hjá Þrótti, gekk til liðs við félagið 2022 og hefur verið fastamaður síðan þá. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Sæunn leikið yfir 200 keppnisleiki, þar af 75 í efstu deild. Hún á að baki leiki með u19 ára landsliði Íslands og var valin í u23 ára liðið síðastliðið sumar.