Bandaríski bakvörðurinn Caroline Murray hefur gengið til liðs við Þrótt og mun leika með liðiinu í sumar. Caroline hefur áður leikið á Íslandi, hún lék með FH 2017 en hefur undanfarin ár leikið í efstu tveimur deildunum í Svíþjóð og næst eftstu deild í Danmörku. Caroline er kraftmikill leikmaður með mikla reynslu sem á eftir að nýtast Þróttarliðinu vel í sumar. Bjóðum hana velkomna í Þrótt (mynd Einar Jónsson).