Ísak Daði og Sigurður Steinar til liðs við Þrótt

Þróttur hefur fengið þá Sigurð Steinar Björnsson og Ísak Daða Ívarsson að láni frá Víkingi út  tímabilið 2024. Þetta eru ungir og bráðefnilegir leikmenn, báðir fæddir árið 2004 og leika í stöðu framherja. Ísak lék í Bestu deildinni með Keflavík síðari hluta sumarsins í fyrra og stóð sig vel, þrátt fyrir erfiða stöðu liðsins. Hann á baki leiki með u19 ára landsliðinu og lék að auki með vara- og unglingaliðis Venezia um eins árs skeið. Sigurður Steinar Björnsson var á láni hjá Gróttu í Lengjudeildinní fyrra, lék 16 leiki með félaginu en hafði áður leikið 6 leiki með Víkingi í efstu deild. Hann á einnig að baki leiki með u19 ára landsliðinu. Bjóðum þá velkomna í góðan leikmannahóp meistaraflokk Þróttar.