Guðrún Þóra Elfar verður aðstoðarþjálfari mfl. kvenna

Guðrún Þóra Elfar hefur skrifað undir samning við Þrótt um að aðstoða Ólaf H. Kristjánsson við þjálfun meistaraflokks kvenna næstu árin. Guðrúnu þarf tæpast að kynna fyrir Þrótturum, hún er gamall leikmaður félagsins og hefur þjálfað yngri flokka stúlkna til margra ára, þeirra á meðal efnilegustu árganga félagsins. Guðrún hefur mikla þekkingu á íslenskri kvennaknattspyrnu, hún er góður Þróttari og á eftir að styrkja þjálfarateymi félagsins jafnt innan sem utan vallar.