Leah Pais til liðs við Þrótt

Kanadíski sóknarmaðurinn Leah Pais hefur skrifað undir samning um að leika með Þrótti á komandi tímabili. Leah kemur til Þróttar beint úr bandaríska háskólaboltanum þar sem hún lék síðast með hinu gríðarsterka liði Florida State sem varð bandarískur háskólameistari í lok síðasta árs. Leah er bæði eldsnögg og útsjónarsöm og á eftir að leika mikilvægt hlutverk fyrir Þrótt í Bestu deildinni í sumar. Hún er þegar mætt til landsins og byrjuð að æfa með liðinu. #lifi