Þórhallur til Þróttar

Þórhallur Ísak Guðmundsson hefur skrifað undir samning um að leika með Þrótti. Þórhallur er markvörður, alinn upp í Hafnfirðinum og hefur þar leikið með bæði ÍH og FH  en hefur einnig leikið með Þrótti Vogum. Hann á að baki um 50 leiki í deild og bikar og er ætlað að efla samkeppni um markvarðarstöðuna í karlaliði félagsins í sumar.