Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir hefur gengið til liðs við Þrótt frá Val og skrifað undir samning til næstu 3ja ára. Sigríður er með efnilegustu leikmönnum landsins í kvennaflokki, hún hefur leikið með Val frá upphafi og á að baki fjölda leikja í mfl., m.a. rúmlega 20 í efstu deild. Hún hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands og leikið 30 landsleiki, þar af 19 leiki fyrir u19 lið stúlkna. Sigríður er frábær miðjumaður og sýndi og sannaði í fyrsta leik sínum með Þrótti, að hún hefur alla burði til að verða mikilvægur hlekkur í okkar liði. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna í Þrótt.