Þróttarar, við erum mjög stolt af starfinu í yngri flokkunum enda hefur það tekið miklum breytingum undanfarin ár. Við höfum eignast afrekslið og Þróttarar eru í flestum unglingalandsliðum. Þessar þrjár, (árg. 2007 og 2008, talið frá vinstri), þær Hafdís Hafsteinsdóttir, Camily Kristal Silva da Rocha og Þórdís Nanna Ágústsdóttir eru dæmi um gróskuna í okkar starfi, kornungar stúlkur sem þegar eru farnar að banka á dyr í meistaraflokki og eiga eftir að leika stórt hlutverk í félaginu í framtíðinni ef að líkum lætur. Þær skrifuðu nýverið undir sína fyrstu samninga við félagið, fögnum því. #lifi